: Kúpa

Kúpa er fjölskyldumóðirin og elsti íbúi Tulipop. Hún er hinn raunverulegi skapari eyjunnar. Þegar neðansjávar eldfjall gaus fyrir þúsundum ára, kom Kúpa upp á yfirborðið með hrauninu og endaði á Skull Rock.

Kúpa plantaði Mr. Tree og gaf restinni af eyjunni líf. Hún er mjög forn og geymir minningar langt aftur í tímann. Hún elskar ljóð, menningu og listir og telur að hún hafi verið skáld í fyrra lífi, eða jafnvel sjóræningi en hún man það ekki alveg ... kannski bæði! Kúpa elskar alla meðlimi Tulipop fjölskyldunnar en hún er oftast beinskeitt og þurr á manninn og lætur sjaldnast tilfinningar sínar í ljós. Hún og Mr. Tree eru eins og gamalt par sem þrasar allan daginn. Hún er kaldhæðin með eindæmum og miskunnarlaus en lítur á alla íbúa Tulipop sem fjölskyldu sína.

Hún er mjög fróð en deilir vitneskju sinni ávallt á dulmáli, í formi gáta og ljóða, sem gerir allt sem hún segir leyndardómsfullt. Það er aðallega vegna þess að hún nýtur þess að fá athygli fyrir að vera dularfull, en líka vegna þess að hún er hrædd um að Tulipoppararnir munu gleyma henni.

Vörutegund

Vörumerki

Vörutegund
Vörumerki

  • Kúpa lyklakippa

    Venjulegt verð $9.90 USD
    Verð með afslætti $9.90 USD Venjulegt verð

    Heillagripur og verndari. Kúpa passar upp á lyklana þína. Lyklakippa með hinni fornu Kúpu úr mjúku plasti. Kemur í myndskreyttum kassa. Er bæði með lyklakippuhring og...

  • Kúpa LED lampi

    Venjulegt verð $70.00 USD
    Verð með afslætti $70.00 USD Venjulegt verð

    Hún segir ekki mikið en Kúpa kann að lýsa leiðina. Kúpu lampinn er skemmtilegur hvar sem er á heimilið. Kemur í fallegri myndskreyttri gjafaöskju. Lampinn er með...

  • Kúpa fatabætur

    Venjulegt verð $6.00 USD
    Verð með afslætti $6.00 USD Venjulegt verð

    Smá slit gefur karakter og smá bót gefur töfra. Útsaumaðar fatabætur, til þess að strauja á föt, með Kúpu. Pakkinn inniheldur þrjár mismunandi bætur, leiðbeiningar fylgja með! Stærð...

  • Tulipop innkaupapoki

    Venjulegt verð $8.50 USD
    Verð með afslætti $8.50 USD Venjulegt verð

    Fyrir skógarferðina, búðarferðir eða bækur. Þessi taska er gerð til að flakka. Fjölnota innkaupapoki sem hægt er að brjóta saman! Stærð H41 x B40 cm Efni 100% Pólýester...