Skilmálar

Pöntun

Þegar pantað er í vefverslun Tulipop ber viðskiptavinur ábyrgð á að réttar upplýsingar séu slegnar inn og að viðkomandi sé heimilt að nota greiðslukortið sem greitt er með. Greiða verður með greiðslukorti og því er nauðsynlegt að slá inn kortaupplýsingar sem og aðrar upplýsingar sem við biðjum um. Pöntun er ekki send af stað fyrr en greiðsla hefur borist.

Vinsamlegast passaðu að slá inn réttar upplýsingar því við getum ekki ábyrgst vörur sem sendar hafa verið á rangt heimilisfang

Verð, skattar og gjöld

Verð birtast í íslenskum krónum eða USD eftir því hvar í heiminum síðan er skoðuð. Aðeins er hægt að greiða í þeim gjaldmiðli sem birtist. Ef viðskiptavinur er ekki með reikning í viðeigandi gjaldmiðli mun kortafyrirtæki viðkomandi rukka í þeim gjaldmiðli sem reikningurinn er í, á sínu gengi. Við berum ekki ábyrgð á þeim aukakostnaði sem þetta getur valdið.

Ísland

  •     Öll verð eru í íslenskum krónum og með 24% virðisaukaskatti
  •     Pantanir eru sendar með með Dropp og Flytjanda um land allt. Sjá nánari upplýsingar um afhendingu og vöruskil hér.

Önnur lönd

  •     Öll verð eru í USD
  •     Vörurnar eru sendar með DHL Express frá vöruhúsinu okkar í Reykjavík (Gorilla Vöruhús). Vörurnar eru sendar "DDP" (Delivered Duty Paid), sem þýðir að kaupandinn á ekki að þurfa að greiða nein gjöld eða tolla þegar varan kemur inn í landið.
  •     Athugið að lög um innflutning á vörum eru mismunandi í hverju landi og í vafamálum er það á ábyrgð kaupanda að skoða hvort flytja megi inn vöruna sem keypt er í vefverslun Tulipop í landið.
Verð á síðunni geta breyst án fyrirvara.

Önnur lönd

Afsláttarkóðar eiga ekki við um vörur á útsölu eða vörur sem eru nú þegar á afslætti, nema annað sé tekið fram.

Endursöluaðili

Fyrir aukið öryggi viðskiptavina okkar geymum við aldrei greiðsluupplýsingar heldur eru þær geymdar hjá utanaðkomandi greiðslugátt.              

Afhending

Við gerum okkar besta til að afgreiða pantanir samdægurs, en allar upplýsingar um afhending og vöruskil má sjá hér.
Pantanir eru venjulega afgreiddar innan tveggja virkra daga. Við getum ekki ábyrgst að allar vörur séu ævinlega til á lager. Ef varan er ekki til á lager látum við vita og endurgreiðum ef greiðsla hefur þegar farið fram. Ef vara verður fyrir hnjaski við sendingu frá okkur, sendum við nýja vöru eða endurgreiðum hana.

Vöruskil á ógallaðri vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð og í fullkomnu lagi. Við bjóðum upp á fulla endurgreiðslu á skiluðum vörum. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Vörum sem keyptar eru á útsölu eða á sérstöku tilboði fæst hvorki skilað né skipt.

Gallaðar vörur

Ef vara sem keypt var í vefverslun Tulipop er gölluð á einhvern hátt vinsamlegast hafðu samband við help@tulipop.com eins fljótt og auðið er. Sendu okkur pöntunarnúmerið, lýsingu á gallanum og láttu fylgja með myndir ef hægt er.
Þegar um gallaða vöru er að ræða bjóðum við upp á að fá annað eintak af sömu vöru og í sumum tilvikum endurgreiðslu eða afslátt. Þessi tilvik verða dæmd eftir umfangi galla.
Vörur verða aðeins bættar ef þær hafa verið notaðar eins og tilætlast er af þeim. Þetta gildir ekki fyrir eðlilegt slit eða ef varan hefur orðið fyrir slæmri meðhöndlun að mati starfsfólks Tulipop.
Ef það var röng vara í sendingunni eða ef það vantaði vöru í sendinguna er best að hafa samband við help@tulipop.com samstundis. Sendu með pöntunarnúmer og upplýsingar um pöntunina og við gerum okkar besta til að leiðrétta mistökin fljótt og örugglega.

Vöruupplýsingar

Við gerum okkar besta til að lýsa vörunni rétt á heimsíðunni okkar. Hinsvegar getum við ekki ábyrgðst að allar upplýsingar séu alltaf réttar. Þar að auki getur verið blæbrigðamunur á litunum á vörunum.
Við getum ekki ábyrgst að allar vörur séu ævinlega til á lager. Ef varan er ekki til á lager látum við vita og endurgreiðum ef greiðsla hefur þegar farið fram.
Vörur í vefverslunni okkar geta í einstaka tilvikum verið vitlaust verðmerktar. Við höfum rétt á að neita afgreiðslu á vöru sem hefur verið keypt á vitlausu verði, þrátt fyrir að greiðsla hafi farið fram. Ef þetta er tilvikið munum við endurgreiða ranga verðið eins fljótt og auðið er.
Við áskilum okkur rétt til að breyta verði eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Hætta við pöntun

Hægt er að hætta við pöntun með því að láta okkur vita áður en varan er send. Ef það er þegar búið að senda vöruna endurgreiðum við ekki sendingarkostnaðinn.

Eignaréttarfyrirvari

Seld vara er eign seljanda þar til varan er að fullu greidd og greiðsla borist. Verslunarskilmálar þessir hjá Tulipop ehf. tóku gildi 1. febrúar 2014. Skilmálar þessir teljast samþykktir af hálfu viðskiptavinar þegar viðskipti hafa átt sér stað á milli kaupanda og seljanda.

Höfundaréttur

Tulipop er skráð vörumerki. Allt efni á heimasíðunni okkar svo sem grafík, ljósmyndir, texti, tákn og hönnun er eign Tulipop og má ekki nota nema með leyfi.
Tulipop er skráð vörumerki. Allt efni á heimasíðunni okkar svo sem grafík, ljósmyndir, texti, tákn og hönnun er eign Tulipop og má ekki nota nema með leyfi.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Notkun á persónuupplýsingum

Sendingar úr kerfi verslunarinnar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.

Lög og varnarþing

Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna skilmála þessa skal það rekið fyrir héraðsdómi Reykjaness. Að öðru leyti en að ofan greinir gilda um skilmála þessa ákvæði gildandi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (nú nr. 77/2000), ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem neytendur eiga rétt á í lögum um neytendasamninga byrja að líða þegar móttaka vöru hefur átt sér stað.

Um Tulipop ehf.

Tulipop ehf
Kt: 620110-0860
Sími: 519 6999
VSK nr. 104096
Netfang: hello@tulipop.com