Skilmálar
Pöntun
Þegar pantað er í vefverslun Tulipop ber viðskiptavinur ábyrgð á að réttar upplýsingar séu slegnar inn og að viðkomandi sé heimilt að nota greiðslukortið sem greitt er með. Greiða verður með greiðslukorti og því er nauðsynlegt að slá inn kortaupplýsingar sem og aðrar upplýsingar sem við biðjum um. Pöntun er ekki send af stað fyrr en greiðsla hefur borist.
Vinsamlegast passaðu að slá inn réttar upplýsingar því við getum ekki ábyrgst vörur sem sendar hafa verið á rangt heimilisfang
Verð, skattar og gjöld
Ísland
- Öll verð eru í íslenskum krónum og með 24% virðisaukaskatti
- Pantanir eru sendar með með Dropp og Flytjanda um land allt. Sjá nánari upplýsingar um afhendingu og vöruskil hér.
Önnur lönd
- Öll verð eru í USD
- Vörurnar eru sendar með DHL Express frá vöruhúsinu okkar í Reykjavík (Gorilla Vöruhús). Vörurnar eru sendar "DDP" (Delivered Duty Paid), sem þýðir að kaupandinn á ekki að þurfa að greiða nein gjöld eða tolla þegar varan kemur inn í landið.
- Athugið að lög um innflutning á vörum eru mismunandi í hverju landi og í vafamálum er það á ábyrgð kaupanda að skoða hvort flytja megi inn vöruna sem keypt er í vefverslun Tulipop í landið.
Önnur lönd
Endursöluaðili
Afhending
Pantanir eru venjulega afgreiddar innan tveggja virkra daga. Við getum ekki ábyrgst að allar vörur séu ævinlega til á lager. Ef varan er ekki til á lager látum við vita og endurgreiðum ef greiðsla hefur þegar farið fram. Ef vara verður fyrir hnjaski við sendingu frá okkur, sendum við nýja vöru eða endurgreiðum hana.
Vöruskil á ógallaðri vöru
Vörum sem keyptar eru á útsölu eða á sérstöku tilboði fæst hvorki skilað né skipt.
Gallaðar vörur
Þegar um gallaða vöru er að ræða bjóðum við upp á að fá annað eintak af sömu vöru og í sumum tilvikum endurgreiðslu eða afslátt. Þessi tilvik verða dæmd eftir umfangi galla.
Vörur verða aðeins bættar ef þær hafa verið notaðar eins og tilætlast er af þeim. Þetta gildir ekki fyrir eðlilegt slit eða ef varan hefur orðið fyrir slæmri meðhöndlun að mati starfsfólks Tulipop.
Ef það var röng vara í sendingunni eða ef það vantaði vöru í sendinguna er best að hafa samband við help@tulipop.com samstundis. Sendu með pöntunarnúmer og upplýsingar um pöntunina og við gerum okkar besta til að leiðrétta mistökin fljótt og örugglega.
Vöruupplýsingar
Við getum ekki ábyrgst að allar vörur séu ævinlega til á lager. Ef varan er ekki til á lager látum við vita og endurgreiðum ef greiðsla hefur þegar farið fram.
Vörur í vefverslunni okkar geta í einstaka tilvikum verið vitlaust verðmerktar. Við höfum rétt á að neita afgreiðslu á vöru sem hefur verið keypt á vitlausu verði, þrátt fyrir að greiðsla hafi farið fram. Ef þetta er tilvikið munum við endurgreiða ranga verðið eins fljótt og auðið er.
Við áskilum okkur rétt til að breyta verði eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.