Afhending og vöruskil

Sendingarmöguleikar

Þegar gengið er frá pöntun í vefverslunni okkar er hægtað milli eftirfarandi sendingarmöguleika:

  • Að sendingin sé afhent á Dropp afhendingarstað eða á næstu Flytjandastöð - sjá yfirlit yfir alla afhendingarstaði Dropp um land allt og yfirlit yfir allar Flytjandastöðvar. Sending á Dropp afhendingarstaðium land allt er ókeypis.
  • Að sendingin sé send upp að dyrum með Dropp en heimsending kostar einungis 500 kr.

Sendingarmöguleikar

  • Höfuðborgarsvæðið: Ef pöntun er gerð fyrir kl. 13 virka daga þá reynum við aðafhenda hana samdægurs, og aldrei síðar en næsta virka dag, hvort sem umer að ræða heimsendingu eða afhendingu á Dropp afhendingarstað.
  • Landsbyggðin: Efpöntun er gerð fyrir kl. 13 virka daga þá er hún afhent næsta virka dag, hvort sem um er að ræða heimsendingu eða afhendingu á afhendingarstaði Dropp eða Flytjanda.

Tilkynningar

Þegar þú hefur gengið frá pöntun í vefverslunni okkar þá færð þú tölvupóst frá Tulipop því til staðfestingar með pöntunarnúmeri.
Pöntunin er samstundis send til afgreiðslu í Gorilla Vöruhúsi. Þegar pöntunin hefur verið afgreitt þá færðu skilaboð með upplýsingum um stöðu sendingarinnar.
Flutningsaðilarnir okkar (Dropp og Flytjandi) senda þér svo skilaboð þegar pöntunin er tilbúin til dreifingar og þegar sendingin hefur verið afhent á afhendingarstað.
Það getur komið fyrir að varan er ekki til á lager, þá látum við vita og endurgreiðum samstundis ef greiðsla hefur þegar farið fram. Við getum ekki tekið ábyrgð á seinkunum af völdum dreifingaraðila.

Vöruskil

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru, gegn þvíað framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð og í fullkomnu lagi. Við bjóðum upp áfulla endurgreiðslu á skiluðum vörum.

Vörur sem keyptar eru á útsölu eða á sérstöku tilboði fæst hvorki skilað né skipt.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og viðskiptavinur sér sjálfur um að koma vörunni tilbaka til okkar, hvort sem hún er send tilokkar eða komið er með hana til okkar.

Hægt er að skila stökum vörum eða heilum pöntunum með því að koma með þær í afgreiðslu Gorilla Vöruhúss í Korputorgi, Blikastaðaveg 2-6, 112 Reykjavík, á milli kl. 8 og 15:30. Vinsamlegast athugið að viðskiptavinir þurfa að láta pöntunarnúmer og ástæðu skila fylgja með á blaði með skilavöru. Þegar varan hefur verið móttekin af Gorilla er endurgreiðsla framkvæmd en athugið að endurgreiðsla vegna vöruskila getur tekið allt af 10 daga. Þegar endurgreiðsla hefur verið framkvæmd fær viðskiptavinurinn staðfestingu á því í tölvupósti.

Athugið að Górilla Vöruhús annast ekki endurgreiðslur eða skipti á vörum.

Gölluð vara

Vinsamlegast hafðu samband við help@tulipop.com ef varan frá okkur er gölluð á einhvern hátt. Láttu okkur vita pöntunarnúmerið, hvað er að vörunni og sendu með myndir af gallanum, ef hægt er.
Þegar um gallaða vöru er að ræða bjóðum viðviðskiptavinum upp á að fá annað eintak af sömu vöru og í sumum tilvikum endurgreiðslu eða afslátt. Þessi tilvik verða dæmd eftir umfangi galla.
Aðeins er tekið við gölluðum vörum ef þær hafa verið notaðar eins og til er ætlast af þeim. Þetta gildir ekki um eðlilegt slit eða ef varan hefur orðið fyrir slæmri meðhöndlun að mati starfsfólks Tulipop.

Röng vara